Innipúkinn 2012

      1. Innipúki 2

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tíu ára afmæli sínu – og fer fram í ellefta skipti í miðborg Reykjavíkur um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2012 teygir sig yfir þrjá daga og fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudgskvöld dagana 3. – 5. ágúst. Hátíðin fer í ár fram í hinu sögufræga húsnæði Iðnó. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á midi.is. Verð fyrir alla dagana er 5500 kr en 3000 fyrir hvert kvöld. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á viðtal við þá Björn Kristjánsson (Borko) og Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) skipuleggendur og stofnendur hátíðarinnar.

Dagskrá Innipúkans 2012

Föstudagur:
21:00 – Dr. Gunni
22:00 – Kiriyama Family
23:00 – Borko
23:50 – Auxpan
00:10 – Jónas Sigurðsson
01:00 – Prins póló
02:00 – Mammút

Laugardagur:
21:00 – Just another snake cult
22:00 – Ásgeir Trausti
23:00 – Lay Low
23:50 – Gísli Einarsson
00:10 – Moses Hightower
01:00 – Þú og ég
02:00 – Tilbury

Sunnudagur:
21:00 – Gang Related
22:00 – Sudden Weather Change
23:00 – Muck
23:50 – Shivering Man
00:10 – Ojba Rasta
01:00 – Úlfur Úlfur
02:00 – Oculus