Straumur 8. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum nýtt efni með I Break Horses, AlunaGeorge, Postiljonen, Grísalappalísu, Plúseinum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 8. júlí 2013 by Straumur on Mixcloud

1) ATM Jam (ft. Pharrell Williams) – Azealia Banks
2) Denial – I Break Horses
3) Bad Idea – AlunaGeorge
4) Reach Out Feel – Debukas
5) Slip – Baauer
6) Empire – Plúseinn
7) Plastic Panorma – Postiljonen
8) Atlantis – Postiljonen
9) Hver er ég? – Grísalappalísa
10) Kraut Í g – Grísalappalísa
11) All Is Well – Ras G & The Afrikan Space Program
12) Holy Grail (ft. Justin Timberlake) – Jay Z
13) Cape Town (Panama Remix) – Clubfeet
14) Be All Be Easy – Woods

POSTILJONEN gefa út lag og plata á leiðinni

Skandinavíska tríóið POSTILJONEN hefur sent frá sér lagið „Atlantis“ af væntanlegum frumburði þeirra Skyer sem kemur út 22. júlí. Hljómsveitin saman stendur af norsku söngkonunni Miu Bøe og fjölhæfu tónlistarmönnunum Daniel Sjörs og Joel Nyström sem koma frá Svíðþjóð. Skyer einkennist af ljúfu draumkenndu rafpoppi og ekki skemma saxafón sólóin og sumarlegir ambiant tónar fyrir sem minna helst á hljómsveitirnar M83 og Air. Mia Bøe bindur lögin vel saman með heillandi dularfullri rödd  sem gerir POSTILJONEN að seiðandi tónum sem vert er að gefa hlustun.
Þó enn séu rúmar tvær vikur í útgáfu Skyer er platan aðgengileg á Spotify og hægt er að gæða sér á henni í heild sinni þar.