Mark Sultan á Gauknum í kvöld

Kanadíski tónlistarmaðurinn Mark Sultan sem gengur undir listamannsnafninu BBQ   kemur fram á Gauknum í kvöld ásamt Pink Street Boys og Spünk. Sultan hefur gert garðinn frægan með The King Khan & BBQ Show, Almighty Defenders, Spaceshits og fleirum.

Sultans spilar ekta rokk og ról sem hann blandar saman með sálartónlist.  Hann hóf feril sinn 1995 með pönkhljómsveitinni Spaceshits og hefur gefið út 6 sólóplötur undir nöfnunum Mark Sultan og BBQ. Nýjasta platan hans heitir BBQ og kom út í janúar.

Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og kostar 1000 krónur inn