Saint Lou Lou

Sænsk- áströlsku tvíburasysturnar í Saint Lou Lou gefa út sína fyrstu smáskífu 27. ágúst. Lagið heitir Maybe You og er draumkennt og poppað í einstökum flutningi systranna, sem spáð hefur verið mikilli velgengni af gagnrýnendum. Á plötunni verða einnig  endurhljóðblandanir frá CFCF, Oxford, Le Crayon, Good Night Keaton og Pyramid. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

DREΛMCΛST

Hinn 18 ára gamli raftónlistarmaður Sigurður Ýmir Kristjánsson, sem hefur tekið upp tónlist undir listamannsnafninu DREΛMCΛST um nokkurt skeið, sendi á dögunum frá sér lagið Floral Bloom á Soundcloud síðu sinni. Tónlist DREΛMCΛST má skilgreina sem draumkennt rafpopp undir áhrifum frá erlendum listamönnum líkt og Neon Indian, Toro Y Moi og Washed Out. Lagið Floral Bloom er hér fyrir neðan auk lagsins Lost Dreams sem DREΛMCΛST sendi frá sér í fyrra sumar.

Önnur plata Wild Nothing

Tónlistarmaðurinn Jack Tatum, sem gefur út tónlist undir nafninu Wild Nothing, mun fylgja eftir hinni frábæru plötu Gemini frá árinu 2010 með sinni annari plötu Nocturne, þann 27. ágúst næstkomandi. Fyrsta smáskífan – Shadow kom út þann 26. júní. Hinn draumkennda hljóm Gemini er einnig að finna á Nocturne. Fyrir neðan er hægt að hlusta á lögin This Chain Won’t Break og Only Heather.

      1. This Chain Won't Break
      2. This Chain Won't Break
      3. Only Heather
      4. Only Heather

Com Truise gefur út safnplötu

Draum popparinn Seth Haley öðru nafni Com Truise gaf út safnplötuna In Decay síðasta þriðjudag. Á safnplötunni eru áður óútgefin lög sem komin eru til ára sinna. Lagið Open er að finna hér fyrir neðan.

      1. 01 Open
 
      2. 01 Open