Lag og myndband frá Belle and Sebastian

Skoska indípoppsveitin Belle And Sebastian gaf í dag frá sér nýtt lag og myndband af sinni næstu breiðskífu sem væntanleg er í janúar. Lagið heitir Nobody’s Empire og er annað lagið af skífunni sem hefur litið dagsins ljós, en hið fyrra var stuðsmellurinn Party Line. Platan ber titilinn Girls In Peacetime Want To Dance og verður fyrsta breiðskífa sveitarinnar frá því Write About Love Kom út árið 2010. Þá má geta þess að sveitin er væntanleg til Íslands að spila á All Tomorrow’s Parties hátíðinni næsta sumar. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *