Iggy Pop á All Tomorrow’s Parties

Nú rétt í þessu var tilkynnt að aldni æringinn og eilífðarpönkarinn Iggy Pop muni koma fram á All Tomorrow’s Parties hátíðinni í Sumar. Þá var einnig tilkynnt að sveitirnar Drive Like Jehu, The Bug, Ought, Kiasmos, HAM, Xylouris White, Clipping og Grimm Grimm komi fram. Þetta bætist við langan lista listamanna sem áður hefur verið kynntur þar sem hæst ber nöfn eins og Belle and Sebastian, Run The Jewels og Godspeed You! Black Emperor. Þetta er í þriðja skiptið sem All Tomorrows hátíðin fer fram á Íslandi en hún verður 2.-4. júlí á gamla varnarliðssvæðinu Ásbrú fyrir utan Keflavík. Hér er hægt að lesa umfjöllun Straums um síðustu hátíð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *