25.2.2013 20:35

Fyrsta smáskífan af fjórðu plötu Yeah Yeah Yeahs

Fyrsta smáskífan af fjórðu plötu New York sveitarinnar Yeah Yeah Yeahs var frumflutt fyrr í dag. Lagið heitir Sacrilege, inniheldur gospelkór og verður að finna á plötunni Mosquito sem kemur út 16. apríl næstkomandi á vegum Interscope. David Sitek úr hljómsveitinni TV On The Radio stjórnaði upptökum með hjálp frá Nick Launay.


©Straum.is 2012