13.8.2015 14:19

Elli Grill og Leoncie

Rapparinn Elli Grill úr hljómsveitinni Shades of Reykjavík var að endurgera lag Leoncie, Enginn þríkantur hér, í samstarfi við ísprinsessuna sjálfa. Lagið er með hægfljótandi takti sem sver sig í ætt við svokallað purple drank rapp hjá listamönnum á borð við Lil Wayne. Myndbandið er svo hugvíkkandi í meira lagi en þar sjást Elli og Leonce rúnta um í amerískum kagga og enda svo á því að keyra út í stöðuvatn og ofan á því. Sjón er sögu ríkari:


©Straum.is 2012