Daft Punk platan kemur út 21. Maí

Nýju Daft Punk plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en nú hefur loksins verið settur útgáfudagur á gripinn, 21. maí. Þá var jafnframt tilkynnt um titilinn sem er Random Access Memories og umslag plötunnar má sjá í fréttamyndinni. Þá kemur fram að á plötunni eru 13 lög og hversu löng þau eru, en fyrir áhugasama má geta þess að lengsta lag hennar er níu mínútur og fjórar sekúndur en hið stysta rúmlega fjórar og hálf mínúta. Við upptökur skífunnar nutu þeir aðstoðar Nile Rodgers, Giorgio Moroder og Panda Bear en enn hefur ekkert lag af henni heyrst. Ef hljóðbúturinn sem fylgdi auglýsingu fyrir plötuna er lýsandi fyrir hana má þó ljóst vera að hún er ákveðið afturhvarf til hljómsins sem einkenndi sveitina á skífunni Discovery frá árinu 2002. Meðfylgjandi fyrir neðan er auglýsingin fyrir plötuna auk myndbands við lagið Digital Love af plötunni Discovery.

Uppfært 23. mars 2013: Önnur auglýsing með hljóðbúti frá Daft Punk var birt í síðasta þætti af Saturday Night Life skemmtiþættinum.  Hlustið hér fyrir neðan.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *