23.7.2012 13:46

Beck semur lög fyrir tölvuleik

Tónlistarmaðurinn Beck samdi þrjú lög fyrir tölvuleikinn Sound Shapes sem kemur út fyrir PlayStation 3 og PlayStation Vita 7. ágúst næstkomandi. Lögin, sem verða í mismunandi borðum í leiknum, heita Cities, Touch the People og Spiral Staircase. Fyrir neðan er hægt að sjá stiklu fyrir leikinn þar sem lagið Cities heyrist.


©Straum.is 2012