Ár frá andláti Amy Winehouse

Í dag er ár frá því að sönkonan Amy Winehouse lést á heimili sínu í Camden hverfinu í London, aðeins 27 ára gömul. Í desember síðastliðnum kom út safnplatan Lioness: Hidden Treasures, sem fór beint á topp breska vinsældarlistans. Platan verður seint talin með bestu verkum Winehouse, en þrátt fyrir það hefur faðir hennar Mitch tilkynnt um að minnsta kosti tvær plötur til viðbótar séu á leiðinni. Það stefnir allt í það að svipað sé að gerast með Winehouse og gerst hefur með rapparann Tupac, sem þrátt fyrir að hafa látist 1996, er enn að gefa út plötur og “koma fram” á tónleikum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *