Þó svo þrjú ár séu liðin frá útgáfu Body Talk sjöundu breiðskífu sænsku tónlistarkonunnar Robyn þá stoppar það hana ekki í að gefa út myndband við lagið „U Should Know Better“ sem er tekið af plötunni. Snoop Dog aðstoðaði Robyn við lagið en kemur þó ekkert fram í myndbandinu heldur er það kvenkyns tvífari Snoop sem bregður fyrir og karlkyns tvífari Robyn.