12. desember: Santa Claus – The Sonics

Bandaríska bílskúrsrokk hljómsveitin The Sonics gaf út sína fyrstu plötu  Here Are The Sonics árið 1965 sem átti eftir að verða gríðarlega áhrifamikil í gegnum tíðina. Þegar platan var endurútgefin árið 1999 var þremur jólalögum bætt við plötuna sem tekin voru upp um svipað leyti. Þar á meðal var lagið Santa Claus sem byggt er á laginu Father John eftir hljómsveitina The Premiers.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *