Útvarp Animal Collective

Bandaríska tilrauna rokkhljómsveitin Animal Collective mun setja á stað útvarpsstöð á netinu klukkan 1 eftir miðnætti á íslenskum tíma. Hægt verður að hlusta stöðina á vefslóðinni www.radio.myanimalhome.net. Tilgangurinn með útvarpsstöðinni er að kynna væntanlega plötu sveitarinnar – Centipede Hz, sem kemur út þann 3. september næstkomandi. Hljómsveitarmeðlimurinn Panda Bear mun stjórna  útsendingu ásamt góðum gestum líkt og Black Dice og Haunted Graffiti.  Hljómsveitin sendi frá sér myndband í dag þar sem tilkynnt var um þetta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *