Útgáfutónleikar Krakkbot

Plötufyrirtækið Lady Boy Records stendur fyrir útgáfutónleikum plötunnar Amateur Of The Year. Crammed With Cock með raftónlistarmanninum KRAKKBOT. Platan er fimmta útgáfa Lady Boy Records sem fagna henni með útgáfutónleikum á Húrra á föstudaginn. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:00 en ásamt KRAKKBOT munu dj. flugvél og geimskip og Pyrodulia koma fram. Aðgangseyrir er 500 krónur.

Platan Amateur Of The Year. Crammed With Cock kom út þann 30. apríl í 50 eintökum á fallega skreyttum kassettum auk þess sem hægt er að nálgast hana stafrænt á Bandcamp síðu Lady Boy Records.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *