Unknown Mortal Orchestra á Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fimmtán listamenn til viðbótar sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir rúmlega 200. Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og miðasalan er þegar hafin á heimasíðu Iceland Airwaves. Í erlendu deildinni ber fyrst að nefna bandaríska indíbandið Unknown Mortal Orchestra sem hafa gefið út tvær feikifínar plötur af bítlalegu lo-fi fönki með sækadelískum 60’s áhrifum. Þá mæta líka til leiks Klangkarussel frá Austurríki, Tomas Barfod frá Danmörku, Ballett School frá Þýskalandi og Pins frá Bretlandi. Einnig koma fram íslensku listamennirnir, Hermigervill, Berndsen, Dísa, Nolo, The Vintage Caravan, Futuregrapher, Cell7, Árni2, Introbeats, Good Moon Deer og Fura. Þá er vert að geta þess að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og geta íslenskar hljómsveitir því sótt um að fá að spila á heimasíðu hátíðarinnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *