Trails and Ways með sumarlag

Hljómsveitin Trails and Ways, sem kemur frá Oakland í Kaliforníu, sendi nýlega frá sér hið sumarlega lag Mtn Tune. Hljómsveitin er fjögurra manna og spilar tónlist með áhrifum frá heimstónlist, folk tónlist í bland við popp. Lagið var samið í fjallgöngu sem söngvari sveitarinnar – KBB fór í ásamt stúlku sem hann hafði lofað að verða ekki ástfangin af. En eins og lagið gefur til kynna var það loforð sem hann gat ekki staðið við. Hlustið á þetta sumarlag hér fyrir neðan helst út í sólinni.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *