Tónleikar um páskahelgina 1.-4. apríl

Miðvikudagur 1. apríl

 

Breska draumkennda pop-folk hljómsveitin Grumbling Fur spilar á Húrra og Sin Fang sér um upphitun. Aðgangseyrir er 2500 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Hljómsveitin Hinemoa spilar á Dillon. 500 kall inn og byrjar 22:00.

 

Fimmtudagur 2. apríl

 

Krist,Inanna, betur þekkt sem Kría Brekkan, leikur á tónleikum í Mengi sem byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Mosi Musik spilar á Dillon og byrja 22:00 og það kostar 500 krónur inn.

 

Föstudagur 3. apríl

 

Guðlaugur Kristinn Óttarsson leikur í Mengi. Hann hefur leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Electric Space Orchestra og Greyhound spila á Gauknum. Leikar hefjast á miðnætti og það er frítt inn.

 

Laugardagur 4. apríl

 

Jazzsveitin 5000 Jazz Assassins frá Brooklyn spilar á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Blúsararnir Johnny and the Rest og Johnny Stronghands leiða saman hesta sína á Dillon. 500 krónur inn og byrjar 22:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *