Tónleikar helgarinnar 3. – 5. september

Fimmtudagur 3. september

Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher kemur farm á Hlemmur Square, tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Á ”Nýjasta tækni og vísindi” kvöldi á Palóma koma fram Todd Sines (US) – Mike Hunt (IS) og HiFiWiFi (IS). Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hljómsveitin Æla og dj. flugvél og geimskip halda tónleika á Bar 11. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

Moses Hightower spila á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30. Húsið opnar klukkan 20:00 og það kostar 2000 krónur inn.

Föstudagur 4. september

OK Vancouver OK (CA), Pink Street Boys og KMVP (CA) – koma fram á Kex Hostel klukkan 21:00. Miðaverð er 1000 kr.

Tónlistarmaðurinn Baldur Hjörleifsson heldur tónleika á Stofunni. Í hljómsveit hans er þeir Örn, Kristján og Halldór, allir kenndir við Eldjárn.Tónleikarnir munu hefjast á slaginu 21:00 og standa yfir í um klukkustund.

Kælan Mikla heldur party á Gauknum, ásamt þeim koma fram dj. flugvél og geimskip og Harry Knuckles. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkonukvöldi á Húrra sem hefst klukkan 22:00. Það er frítt inn og á meðal þeirra sem koma fram eru Reykjavíkurdætur, Alvia Islandia, Guðrún Kara og Krakk og Spagettí.

Laugardagur 5. september

Just Another Snake Cult og Ok Vancouver Ok (CA) koma from á Bar 11. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 23:00.

Hjálmar halda tónleika á Húrra. Þeir hefjast kl 23:00. Húsið opnar kl 21:00. Aðgangseyrir er kr 2.500.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *