Tónleikar helgarinnar 17.-19. október

Föstudagur 17. október

 

Reggístórsveitin Ojba Rasta slær upp tónleikum á Húrra og það er Lord Pusswhip sem sér um upphitun. Leikar hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Hljómsveitirnar Svartidauði, Sinmara og Misþyrming koma fram á dauðarokkstónleikum á Gauknum. Rokk byrjar að róla 22:00 og það kostar 1500 inn.

 

Hljómsveitin Blind Bargain leikur á Dillon. Hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.

 

Laugardagur 18. október

 

Hljómsveitin Toneron spilar í Norræna húsinu klukkan 16:00. Toneron er tveggja manna hljómsveit sem býður uppá fjölbreytta raftónlist í bland við harðkjarna elektrónískt rokk með saxófónívafi. Aðangur er ókeypis.

 

Hilmar Jensson leikur ferskan spuna á rafmagnsgítar í Mengi. Hann býður upp á góð hljóð og óhljóð í mátulegum hlutföllum en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

 

Endless Dark, We Made God og Icarus halda magnaða tónleikaveislu á Gauknum. Miðaverð er 1.000 kr. og tónleikarnir byrja um 22:00.

 

Sunnudagur 19. október

 

Raftónlistarmaðurinn O|S|E| leikur drunu- og sveimtónlist á Húrra. Hann byrjar klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *