Tónleikar helgarinnar 12. – 15. desember

Fimmtudagurinn 12. desember

Tónlistarkonan Sóley spilar ásamt hinum kanadíska Andrew M á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það er frítt inn.

Prinsessan og Durtarnir að slá upp í jazzaða tónleika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir eru 1500 kr. og hefjast þeir slaginu kl. 21 svo mætið endilega tímalega.

 

 

Föstudagurinn 13. desember 

“Jólatónleikar” með Megasi & Sauðrekunum ásamt Ágústu Evu í GYM & TONIC sal KEX Hostels kl. 20. Miðaverð er 2.500 isk.

Sometime, Halleluwah, UMTBS spila á próflokadjammi Gauksins. Húsið opnar klukkan 9 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Ojba Rasta fagnar nýrri plötu, Friður, á útgáfutónleikum á Harlem (hliðarsal). Húsið opnar kl. 22:00 og aðgangseyrir 1.500 kr. Hljómsveitin Grísalappalísa sér um upphitun.

 

 

Laugardagurinn 14. desember

Vínylplötumarkaður í GYM & TONIC á Kex Hostel frá hádegi til kl. 6 um kvöldið. Lifandi flutningur á tónlist, tónlistarmenn árita, nýjar plötur og fleira.
Þeir tónlistarmenn sem munu koma fram eru: 
Berndsen, Lay Low, Ojba Rasta, Snorri Helgason og Sin Fang. 


Amen.Hljómsveitin Samsara heldur útgáfutónleika á Bar 11. Tónleikarnir hefjast 23:15 og það er ókeypis inn

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *