Tónleikar helgarinnar 10. – 12. mars 2016

Fimmtudagur 10. mars

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 10.-12. mars 2016.

20:00 Elín Ey

21:00 Valdimar & Örn Eldjárn

22:00 Sóley

Tónlistarmaðurinn Indriði kemur fram á Loft Hostel ásamt Arnari Sig. Það er ókeypis inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30.

Hljómsveitin Wesen kemur fram á Hlemmur Square. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

Föstudagur 11. mars

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival heldur áfram í Gym og Tónik salnum Kex Hostel:

20:00 Ellen Kristjáns & Eyþór

21:00 Ragga Gröndal

22:00 Bangoura Band

Bíó Paradís og útvarpsþátturinn Straumur kynna: B Movie: Lust & Sound in West Berlin (1979-1989) föstudaginn 11. mars klukkan 20:00. Mynd um listir, tónlist og óreiðu í hinu Villta Vestri Berlínar á níunda áratugnum, en borgin var svo sannarlega suðupottur fyrir jaðar- og popp menningu á þeim tíma.

Annar hluti tónleikaseríunnar HMM:X. fer fram á Gauknum klukkan 21:00. HMM:X verður haldið mánaðarlega á helstu tónleikastöðum Reykjavíkur og aðgangseyrir alltaf 1000 krónur. Í kvöld koma fram: Kælan Mikla : Kvöl : Hatari : Necro Bros

House-tónlistar útgáfan Lagaffe Tales heldur sitt þrettánda label-kvöld á Kaffibarinum. Austuríski tónlistarmaðurinn Moony Me kemur fram en hann gaf nýlega út tveggja laga smáskífu hjá útgáfunni að nafni Fountain Grooves. Kvöldið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 12. mars

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival heldur áfram í Gym og Tónik salnum Kex Hostel:

20:00 Ingunn Huld

21:00 Skuggamyndir frá Býsans

22:00 Högn Egilsson

Alþýðusamband Íslands verður 100 ára 12. mars 2016 og býður af því tilefni til sannkallaðra stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu. Frábærir listamenn munu koma fram til að fagna þessum tímamótum: Retro Stefson, Mannakorn, Valdimar, Hundur í óskilum, Mammút og Lúðrasveit Verkalýðsins. Kynnar verða þeir Hannes og Smári aka Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Miðar verða afhentir á tix.is og harpa.is. Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast kl. 20:00

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *