Tónleikahelgin 8.-11. október

 

Fimmtudagur 8. Október

 

Það verða tónleikar til styrktar sýrlensku flóttafólki á Loft Hostel þar sem fram koma Úlfur Úlfur, Jón Jónsson, Milkywhale, Axel Flóvent og Hinemoa. Pallborðsumræður um stöðu flóttafólks hefst 18:45, en tónleikarnir sjálfir byrja 20:00. Það kostar 1000 krónur inn og frjáls framlög eru einnig vel þegin.

 

Hinn belgíski Nicolas Kunysz sem er búsettur á Íslandi spilar sveim og drón tónlist á Boston. Tónleikarnir eru hluti af microgroove tónleikaseríunni og hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Tómas Manoury og Guðmundur Vignir Karlsson í Mankan koma fram í Mengi. Þeir bjóða upp á einstæða, víðómandi rafspunatónleika þar sem þeir flétta lifandi rafhljóðum og hljóðritunum saman við sínar eigin söngraddir, hljóðfæraleik og gagnvirk vídeó. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 9. október

 

Dikta og Friðrik Dór leiða saman hesta sína á Húrra. Miðaverð er 1500 krónur (tix.is) og leikar hefjast 22:00.

 

Þremenningarnir í djasstríóinu Jónsson & More koma fram í Mengi en þeir sendu nýverið frá sér sína fyrstu plötu. Aðgangseyrir er 2000 og djassinn byrjar að duna 21:00.

 

The Vintage Caracan blása til útgáfuteinleika vegna útgáfu plötunnar Arrival í Gamla Bíó. Miðaverð er 2900 (tix.is), húsið opnar 21:00 og rokkið hefst stundvíslega 22:00.

 

Laugardagur 10. október

 

Það verður heljarinnar rappveisla á Húrra þar sem Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti og nýstyrnið GKR koma fram. Miðaverð er 2000 (tix.is) og dyr gleðinnar opnast 21:00.

 

Austfirska rokksveitin Miri er að gefa út sitt fyrsta nýja lag eftir fimm ára þögn og mun fagna því með tónleikum á Dillon. Þeir hefja leik klukkan 2:00 og það er ókeypis inn.

 

Kjartan Sveinsson og Skúl Sverrisson koma fram í Mengi og flytja tónlist sem á rætur að rekja til Tectonics-tónlistarhátíðarinnar 2013 þar sem þeir komu tveir saman á tónleikum í Silfurbergi. Byrjar 21:00 og kostar 2000.

 

Fastakvöld RVK Soundsystem fer fram á Paloma. Snúðar hljóðkerfisins byrja að spila reggí á miðnætti og það er ókeypis inn.

 

Sunnudagur 11. október

 

Hljóðlistamaðurinn, hljóðfærasmiðurinn og slagverksleikarinn Simon Berz kemur fram í Mengi og flytur hljóðverk sem á rætur að rekja til vettvangsferða hans um Ísland undanfarnar vikur. Steinar úr Húsafelli koma við sögu sem og öldugjálfur, sandfjörur og íslenskur norðangarri. Aðgangseyrir er 2000 og Simon byrjar 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *