Tónleikahelgin 8.–10. september

 

Fimmtudagur 8. september

 

Þórir Georg kemur fram á Hlemmi Square. Hann byrjar klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Sick Thoughts, Dauðyflin og Panos From Komodos spila á Dillon. Hefst á slaginu 22:00 og ókeypis inn.

 

Gyða Valtýsdóttir sem áður var í múm kemur fram í Mengi. Hún hefur leik 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Föstudagur 9. September

 

Hörpuleikarinn Katie Buckley kemur fram í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000 krónur.

 

Laugardagur 10. September

 

Ballsveitin Babies kemur fram á Húrra á afmælishátíð Einstök bjórsins. Babies byrja 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Ólöf Arnalds kemur fram ásamt Skúla Sverrissyni í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000 krónur.

 

Svo er er víst einhver dúddi sem kallar sig Justin Bieber að spila á Spot í Kópavogi um helgina. Endilega tékkið á því.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *