Tónleikahelgin 4.-6. desember

Fimmtudagur 4. desember

 

Breska raftónlistarsveitin Hacker Farm kemur fram á tónleikum í Mengi á vegum Falk hópsins. Einnig koma fram Krakkbot og Trouble en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 5. Desember

 

Svokallað Psychedelic Extravaganza kvöld verður haldið á Gauk á stöng en fram koma Bob, Sushi Submarine og The Electric Space Orchestra. Skynvíkkunarveislan hefst klukkan 22:00 og aðgangseyrir er litlar 500 krónur.

 

Áki Ásgeirsson og Halldór Úlfarsson koma fram á tónleikum í Mengi. Flutt verða vídeóverk og tónlistatriði sem tengjast ferð þeirra Áka og Halldórs á seglskútu um Breiðafjörð sumarið 2012. Halldór tók upp myndbönd sem sýnd verða við raftónlist Áka. Að auki leika þeir saman á Dórófón og önnur rafræn hljóðfæri. Tónleikarnir hefjast 21:00 og það kostar 2000 inn.

 

Sænski tónlistarmaðurinn Adam Evald leikur á Dillon, tónleikarnir byrja 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Laugardagur 6. Desember

 

Í Þjóðleikhúskjallaranum verða Tribute tónleikur til heiðurs Skúla Mennska. Þar mun einvalalið söngvara flytja helstu lög Skúla ásamt hljómsveit en meðal flytjenda eru Pétur Ben, Markús Bjarnason, 7oi og Bóas Hallgrímsson. Leynigestur, kynn og gítarleikari verður svo Skúli Mennski sjálfur en tónleikarnir byrja 22:00 og miðverðu er 2500 krónur.

 

Tón- og myndlistarmaðurinn Páll Ívan frá Eiðum kemur fram á tónleikum í Mengi.

 

Hacker Farm kemur fram ásamt AMFJ, Ultraorthodox og Harry Knuckles á Paloma. Rafgeggjunin byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *