Tónleikahelgin 27.-28. mars

Föstudagur 27. Mars

 

Vortex, sem samanstendur af Nico Guerrero og Sonia Cohen frá París, leika á tónleikum í Mengi. Þau hefja leik klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Brain Police koma fram á Dillon klukkan 10 og það kostar 500 inn.

 

Laugardagur 28. Mars

 

Tvíeykið Nolo koma fram í Mengi þar sem þeir ætla að frumflytja ný lög og fikta með eldra efni. Aðgangseyrir er 2000 krónur og gleðin hefst 21:00.

 

Úrslitakvöld músíktilrauna fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Kvöldið byrjar snemma eða 17:00 og það kostar 1500 krónur inn.

 

Ljónagryfja Reykjavíkurdætra fer fram á Frederiksen Ale House en þar kemur fram heill hafsjór af hljómsveitum frá 18:30 og fram eftir kvöldi. Það er ókeypis inn og eftirfarandi listamenn koma fram: Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Dj flugvél og geimskip, VIO, Pink Street Boys, Herra Hnetusmjör, Alvia Islandia, Lord Pusswhip/Marteinn, Munstur, Bláfugl, Dreprún, Kriki, Mc bjór og bland, Himbrim, Dj Sunna Ben, Á hálum ís, Unnur Sara Eldjárn, Hemúllinn, Panos from Komodo, Cryptochrome, Koddafar og Múfasa Makeover.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *