Tónleikahelgin 14.-16. júlí

 

Fimmtudagur 14. júlí

 

Snorri Helgason fagnar útgáfu sinnar fjórðu plötu, Vittu til, á húrra. Hann kemur fram með stórri hljómsveit, strengjum, brassi og öllu. Húsið opnar 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Rafpoppsveitin Lily The Kid og Halldór Eldjárn (úr Sykri) koma fram á tónleikum á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast 20:30 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 15. júlí

 

Reggísveitin Hjálmar spilar á Húrra. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og miðaverð er 3500 krónur.

 

Nicolas Kunyszc kemur fram í Mengi. Tónlist Nicolas fléttast úr rafhljóðum, upptökum héðan og þaðan, ólíkum hljóðfærum, þetta er margradda og þéttofinn hljóðvefur sem spannar mikla breidd, lágtíðni og fíngerð blæbrigði, ærandi drunur og allt þar á milli. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 16. Júlí

 

Tónlistarhátíðin KEXPort verður haldin í portinu bak við Kexið. Það eru tónleikar allan daginn og fram á kvöld og dagskráin er eftirfarandi:

 

12:00 DJ Flugvél og geimskip

13:00 $igmund

14:00 Hórmónar

15:00 Hildur

16:00 Auður

17:00 Mugison

18:00 Alvia Islandia

19:00 Tómas Jónsson

20:00 Tilbury

21:00 Singapore Sling

22:00 Misþyrming

23:00 Grísalappalísa

 

DJ Óli Dóri spilar svo tónlist milli atriða eftir 19:00.

 

Kandíflossdjasskvartettinn MJÁ, skipaður tónlistarmönnunum og þúsundþjalasmiðunum Pétri Ben gítarleikara, Ingibjörgu Elsu Turchi bassaleikara, Tuma Árnasyni saxófónleikara og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, trommuleikara, kemur fram í Mengi. Hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *