Tónleikahelgin 13.–14. ágúst

 

Föstudagur 12. ágúst

 

Quarashi, Shades of Reykjavík og GKR koma fram á Nasa. Miðaverð er 3900 krónur og tónleikarnir hefjast 22:00.

 

Gísli Pálmi kemur fram í Gamla Bíói. Einnig koma fram Aron Can, SXSXSX, Gervisykur og LandaBoi$. Hefst 21:00 og aðgangseyrir er 3000 krónur, en virðist vera uppselt.

 

Antimony og Nero Deep koma fram á Kex Hostel. Byrjar 21:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Kólumbíska La Maye tríóið kemur fram í Mengis og býður upp á spennandi tónlistarferðalag. Við sögu koma þjóðlög frá Kúbu, Kólumbíu, Venezúela, Perú, Brasilíu og Argentínu. Hefst 21:00 og kostar 2000 krónur inn.

 

Laugadagur 13. Ágúst

 

Ólöf Arnalds kemur fram í Mengi ásamt Skúla Sverrissyni. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Mighty Bear, Skaði og Kvöl koma fram á Dillon. Ókeypis inn og byrjar 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *