Tónleikahelgin 10. – 11. júní 2016

Föstudagur 10. júní

Kex Hostel slær upp ókeypis Secret Solstice upphitunarpartí frá klukkan 16:00. Úlfur Úlfur, Krabbamane, SXSXSX og Balcony Boyz koma fram.

Mr. Silla kemur fram í Mengi klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

Útgáfutónleikar Boogie Trouble fara fram á Húrra frá klukkan 21:00. Mosi Musik sér um upphitun og það kostar 2000 kr. við inngang.

NIGHTBIRD fer fram á Grandagarði 16 þar sem innlendir og erlendir listamenn leika fyrir dansi. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 3000 kr við hurð. Þeir sem koma fram eru: Smokey & Solid Blake [DK], DJ YAMAHO [IS], Kanilsnældur [IS], Jule [DE] og
Leah Floyeurs [UK]

Sænska hljómsveitin Age of Woe kemur fram á Gauknum. Þar munu dauðarokkararnir í Narthraal og sigurvegarar Wacken Metal Battle í ár, Auðn, vera með í fjörinu. Það kostar 2000 kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Bláskjár, ÍRiS og Grúska Babúska koma fram á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 11. júní

 

Rafsveitin Sveimur heldur sína fyrstu tónleika hjá Lucky Records klukkan 16:00

Dauðyflin, Kvöl, Antimony og Roht að koma fram á tónleikum í Lucky Records. Tónleikarnir byrja 20:00 og er frítt inn. Útgáfur frá böndunum verða til sölu á staðnum.

Hljómsveitin Sólstafir heldur tónleika á Húrra frá klukkan 22:00, það kostar 2500 kr inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *