Tónleikahelgin 10.-11. júlí

Föstudagur 10. Júlí

 

Kría Brekkan spilar í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Hljómsveitin Vára spilar á Dillon. Tónleikar byrja 22:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Laugardagur 11. Júlí

 

Það verður Hip Hop Jazz Mash kvöld á Gauknum. Skipuleggjendur lofa suddalegum bræðingi rapparanna Class B og Immo við RNB/Jazz söng Önnu Sóleyar ofan á feita jazz bíta Náttmarðar Kvartetts. Aðgangseyrir er 1500 krónur og leikar hefjast 22:00.

 

Orchestral Summer Music & Friends koma fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og spilamennska hefst 21:00.

 

Kaleo spila í Gamla Bíói. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 4990 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *