The Raveonettes Rannsaka

Danska dúóið The Raveonettes gefa út sína sjöttu plötu – Observator í dag. Platan var samin af söngvara og gítarleikara hljómsveitarinnar Sune Rose Wagner á þriggja daga flakki hans um Venice Beach í Los Angeles. Hann hafði ákveðið að ferðast þanngað til að sækja innblástur en ferðalag hans endaði á þriggja daga drykkju og eiturlyfja túr sem má rekja til Þunglyndis sem þjáði hann vegna bakverkja. Lögin á plötunni eru innblásin af fólki sem hann fylgdist með á þessum tíma og þar kemur titillinn til sögunnar. Flestir þessa einstaklinga voru langt leiddir í neyslu og ógæfu. Platan var svo tekin upp á þriggja vikna tímabili í Sunset Sound Recorders í Los Angeles, sem var valið af þeirri ástæðu að Wagner vildi taka upp á þeim stað þar sem hljómsveitin The Doors tók upp flest sín bestu lög. Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan.

Young and Cold:

      1. 01 Young And Cold

Sinking With The Sun:

      2. 05 Sinking With The Sun

Downtown:

      3. 07 Downtown

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *