The Naked And Famous tilkynna nýja plötu og senda frá sér lag

Eftir að hafa slegið í gegn með frumburðinum Passive Me, Aggressive You árið 2010 hafa krakkarnir úr The Naked And Famous látið lítið fyrir sér fara. Það er því kominn tími til að hljómsveitin sendi frá sér nýja plötu og hefur bandið nú tilkynnt útgáfudag fyrir eina slíka. Það mun gerast 16. september sem platan In Rolling Waves lítur dagsins ljós eftir rúm tvö ár í upptökuveri.
Rolling Waves mun innihalda 12 lög, það fyrsta sem sveitin sendir frá sér er smáskífan „Hearts Like Ours“.  Lagið er í post-punk stílnum, syntha gítar brjálæði og upphefjandi taktur sem hefur verið einkennandi fyrir bandið hingað til og ólíklegt að breyting verði á væntanlegri plötu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *