27.8.2015 15:33

Sumar stelpur gefa út Summer Girls

Íslensku lo-fi pönkararnir í Sumar Stelpur sendu frá sér sína fyrstu plötu í dag. Platan ber nafn sveitarinnar á ensku, er  9 laga og uppfull af stórskemmtilegu og sumarlegu bílskúrsrokki í skemmtilega hráum hljóðheim. Meðlimir hyggja á tónleikahald á næstunni svo best er að fylgjast með þeim á facebook. Haldið aðeins í sumrið og hlustið á plötuna hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012