2.7.2014 12:07

Streymið annarri plötu Low Roar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem áður var í hljómsveitinni Audrye Sessions frá Oakland flutti til Íslands fyrir fjórum árum og gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar ári seinna. Á þeirri plötu sem var samnefnd Low Roar var Karazija einn á ferð en síðan hefur verkefnið þróast út í fullskipað band með íslendingum innanborðs. Önnur platan 0 kemur út í næstu viku en hægt er að streyma henni af Soundcloud síðu hljómsveitarinnar frá deginum í dag. Hlustið á þessa frábæru plötu hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012