Stjörnufans í Hörpu til stuðnings landverndar.

Björk, Of Monsters and Men, Patti Smith, Mammút, Retro Stefson, Highlands, Samaris og Lykke Li koma fram á tónleikum í Hörpu þann 18. mars næstkomandi til stuðnings landverndar.

Tónleikarnir eru liður í samvinnuverkefninu Stopp – Gætum garðsins sem leikstjórinn Darren Aronofsky, Björk Guðmundsdóttir, Landvernd og Náttúruvernd Íslands standa að.

Stórmyndin Noah í leikstjórn Aronofsky verður frumsýnd í  Egilsbíói í tilefni dagsins og hefst klukkan 17:30 en tónleikarnir  hefjast stundvíslega kl. 20:30. Takmarkað magn miða er í boði. Allur ágóði rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar en allir listamenn sem koma fram gefa vinnu sína.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *