Stiklað á stóru á Secret Solstice

Þriðja Secret Solstice hátíðin var sett í dag og býður upp á drekkfullt hlaðborð tónlistaratriða næstu fjóra daga. Hér verður stiklað á því allra stærsta af því sem Straumi þykir mest spennandi í erlendu deildinni.

 

Flatbush Zombies

Grjóthart rapptríó frá Flatbush í Brooklyn. Áhrif kannabisreykinga og rappsveita á borð við Gravediggaz áberandi.

 

St Germain

Franskur plötusnúður og pródúsant sem var mjög áhrifamikill í trip hop lounge senu 10. áratugarins. Platan hans Tourist er algjör klassík í þeirri deild.

 

Radiohead

Þarfnast í raun ekki kynningar. En við sáum þá á Primavera fyrir tveimur vikum og þeir léku á alls oddi. Slagarar á færibandi og almenn hressheit.

 

Die Antwoord

Suður-afrískur fjöllistahópur sem er tónlist og myndlistargjörningur í jöfnum hlutföllum. Algjörlega einstakt fenómen og dauðasök að missa af þeim.

 

Roisin Murphy

Hetja, díva, gyðja. Fyrrverandi söngkona hinnar frábæru Moloko hefur haldið áfram að færa út landhelgi diskótónlistar með stanslausri tilraunagleði og sköpunarkrafti.

 

Kelela

Frábær söngkona sem færir R’n’B yfir í 21. öldina með frumlegri raddbeitingu og töktum frá ekki ómerkari mönnum en Arca.

 

M.O.P.

Ante up. Nuff said.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *