Sin Fang og Jónsi saman í lagi

 

Sin Fang var rétt í þessu að gefa frá sér lagið Candyland og meðfylgjandi myndband. Það heyrir til talsverðra tíðinda þar sem ekki bara er nokkuð langt síðan sveitin gaf síðast út, heldur er sjálfur Jónsi úr Sigur Rós Sindra Má Sigfússyni til halds og trausts í viðlagi lagsins. Lagið er af væntanlegu breiðskífunni spaceland sem kemur út á Morr Music 16. september næstkomandi. Horfið á myndbandið við Candyland hér fyrir neðan sem leikstýrt er af Ingibjörgu Birgisdóttur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *