Fyrstu tvö kvöld Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Fyrsta kvöldið fór rólega af stað í erlendu deildinni enn var hins vegar þéttpakkað af því besta og nýjasta í íslensku Hip hop-i. Ég hóf leikinn á off-venue dagskrá Straums í Bíó paradís á kuldalegu ljóðanýbylgjunni sem Kælan mikla hefur verið að fullkomna á undanförnum árum. Þvínæst sá ég Good Moon Deer á sama stað sem bauð upp á nokkuð tilraunakenndan bræðing þar sem flóknar taktpælingar og æst óhljóð mynduðu órofa heild sem var í senn erfið og áhugaverð.

 

Ég sat áfram í Bíóinu og sá rapparna Hrannar og Smjörva skopp út um allt af ungæðislegum krafti og rappa eins og lífið lægi við. Þótt það sé um mjög auðgugan garð að gresja í rappsenunni um þessar mundir þessir strákar með þeim allra efnilegustu. En GKR er nú orðinn einn allra besti rappari landsins og hann kom, sá og rokkaði stappfullt bíóið með eiturhressu rítalínrappi sínu.

 

 Tyggjókúlu- og hryllingsrapp

 

Áfram hélt rappið og í Hafnarhúsinu var Alvia Ilandia að keyra fólk í gang með tyggjókúlurappi þar sem Hello Kitty fagurfræðin var í algleymingi. Cyber voru næstar á svið og hrekkjavakan var greinilega ekki farin úr blóðinu þeirra því átta manns í goth-búningum báru líkkistu á svið sem þær Cyber-stelpur risu svo upp úr framreiddu fjölbreytt og skemmtilegt sett ofan í mannskapinn.

 

Fever Dream hélt Hressó funheitum með steravöxnu attitúdi og rappi af fítonskrafti. Svo hélt hún líka uppi kósí fjölskyldustemmningu og fékk bróðir sinn upp á svið til að rappa með sér. Halldór Eldjárn spilar rómantíska en framsækna raftónlist með hjálp róbóta á Húrra sem minnti um margt á sveitir eins og Royksopp. Svo hélt rappið áfram í Listasafninu þar sem helstu vonarstjörnur landsins eins og Birnir og Jói Pé x Króli og Joey Christ rokkuðu þakið af Hafnarhúsinu þangað til lög um vínveitingastaði stoppuðu keyrsluna.

 

 Heill skröttum

 

Fimmtudagskvöldið hófst með látum og djöfulgangi á Bar Ananas. Skrattar eru sagðir hakkaðasta banda landsins og standa undir því. Öskur, sálarmyrkur og úrkynjuð partýstemmning. Að púlla svoleiðis klukkan fimm um eftirmiðdag er ekki á færi allra, en greinilega þeirra. Hail Satan. Þá sá ég Tonik í Bíó Paradís sem kom fram með Jón Þór á gítar og spilaði aðallega nýtt efni sem hljómaði dúndurvel. Djúpsjávartekknó með lævísum melódíum sem hentar jafnt til heimahlustunar og í sveittum tekknókjöllurum. Þá ætlaði ég aftur á Bar Ananas að sjá Fufanu en komst ekki inn vegna mannmergðar, en það kom ekki að sök þar sem kuldarokkið hljómaði mjög vel fyrir utan og rokkstælarnir sáust vel inn um gluggann.

 

Hatari eru eitt besta life-band landsins um þessar mundir og sviku engan í Gamla Bíói þetta kvöld. Þeir voru í búningum sem voru mitt á milli nasisma og S&M, voru með flotta dansara, og heimsósómarausið blastaðist úr hljóðkerfinu meðan dansinn dunaði. Grísalappalísa hafa síðan engu gleymt þrátt fyrir þeir hafi ekki verið mikið aktívir undanfarið og fóru rokkhamförum á sviðinu og Tumi saxafónleikari átti stjörnuleik. Ég lokaði svo kvöldinu með tónleikum aYia í Bíó Paradís sem framreiddu rökkvað og tilraunakennt trip hop í myrkum bíósalnum sem hentaði þeim ákaflega vel.

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 30. október 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Fever Ray, Yaeji, Lou Rebecca og fleiri listamönnum. Seinni hluti þáttarins verður svo helgaður Iceland Airwaves sem hefst í þessari viku.  Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Plunge – Fever Ray
2) A Part Of Us – Fever Ray
3) An Itch – Fever Ray
4) Raingurl – Yaeji
5) Opinionated – New Luna
6) Tonight – Lou Rebecca
7) Evolution – Kelly Lee Owens
8) Keep Walking – Kelly Lee Owens
9) Firefly – Mura Masa
10) The First Big Weekend – Arab Strap
11) Honey – Torres
12) Baby Luv – Nilüfer Yanya

Straumur 23. október 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá John Maus og Lindstrøm auk þess sem tekið verður fyrir nýtt efni frá Fever Ray, Honey Dijon, Nabihah Lqbal, Bearcubs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Walls Of Silence – John Maus
2) Touchdown – John Maus
3) Decide Decide – John Maus
4) To The Moon And Back – Fever Ray
5) 808 State Of Mind (ft. Shaun J Wright & Alinka) – Honey Dijon
6) Something More – Nabihah Lqbal
7) Little Dark Age – MGMT
8) Bungl (Like A Ghost) (Feat. Jenny Hval) – Lindstrøm
9) Under Trees – Lindstrøm
10) Do You Feel – Bearcubs
11) Ok Bíddu – Hrnnar & Smjörvi
12) Love You So Bad – Ezra Furman

 

Straumur 16. október 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Courtney Barnett & Kurt Vile og St. Vincent auk þess sem tekið verður fyrir nýtt efni frá John Maus, Sassy 009, Vaginaboys, No Age og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Blue Cheese – Courtney Barnett & Kurt Vile
2) Peepin’ Tom – Courtney Barnett & Kurt Vile
3) Untogether – Courtney Barnett & Kurt Vile
4) Teenage Witch – John Maus
5) Are You Leaving – Sassy 009
6) Ratio – Floating Points
7) All The Way Home – Delsbo Beach Club
8) Young Lover – St. Vincent
9) Hang On Me – St. Vincent
10) Þú Munt Elska Mig Þá – Vaginaboys
11) Stolen Car – Forever
12) Soft Collar Fad – No Age
13) Search. Reveal – M.E.S.H
14) Country – Porches

Straumur 9. október 2017

Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá Lone, Chad Valley, Daphni, Wolf Parade, Cults og fjölda annarra listamanna. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Tin – Daphni
2) Joli Mai – Daphni
3) Domina (ft. Kaytranada) – Planet Giza
4) Saturday Night (DJ Kicks) – Lone
5) Perth – KiNK
6) U – BOYBOY
7) Up Again – Chad Valley
8) You’re Dreaming – Wolf Parade
9) Valley Boy – Wolf Parade
10) Back In Your Head (Tegan and Sara cover) – Ryan Adams
11) The Sun – MYD
12) Recovery – Cults
13) Rabbits – Boys
14) Here We Are Again – Ella- grace Denton

Straumur 2. október 2017

Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá Nilüfer Yanya, Negative Gemini, Abra, Daphni, Lindstrøm, Knxwledge. og fjölda annarra listamanna. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) You Weren’t There Anymore – Negative Gemini
2) Baby Luv – Nilüfer Yanya
3) Continental Breakfast – Courtney Barnett & Kurt Vile
4) Talk a Lot – SALES
5) Carry On – Daphni
6) Tensions – Lindstrøm
7) Drink Im Slippin’ On – Yaeji
8) Novacane – Abra
9) Promise – Knxwledge.
10) No harm – Smerz
11) 319 – The Rapture
12) It’s a Shame – First Aid Kit

Straumur 25. september 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Baths, Errorsmith, Kamasi Washington, Torres og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Unfold – Moods
2) Tailwhip – Men I Trust
3) Yeoman – Baths
4) I’m Interesting, Cheerful and Sociable – Errorsmith
5) Desire – Kamashi Washington
6) A Forest (the Cure cover) – Frankie Rose
7) Helen In The Woods – Torres
8) What You Want Me To Do – Galcher Lustwerk
9) Is It Dry – Project Pablo
10) Special – Angel Olsen

Straumur 18. september 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýjar plötur frá Rostam, Arial Pink og Cut Copy auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Burial, The xx, Cults og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Dedicated to Bobby Jameson – Ariel Pink
2) Bubblegum Dreams – Ariel Pink
3) I Took Your Picture With My Eyes Closed – Cults
4) On Hold (Jamie xx remix) – The xx
5) Rodent – Burial
6) No Fixed Destination – Cut Copy
7) Versus Game – Blue Hawaii
8) Sumer – Rostam
9) Half Light – Rostam
10) Don’t Let It Get To You (reprise) – Rostam
11) Emotion – Curls
12) 28 (Prod. KAYTRANADA & BADBADNOTGOOD) – Matt Martians
13) 4Real – Steve Lacy
14) Do Yourself a Favor – Ariel Pink

Straumur 11. september 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýjar plötur frá Kedr Livanskiy og Mount Kimbie auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Tomas Barfod, Radiator Hospital, Coucou Chloe og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Where Are We – Not Waving
2) Lónólongó – Andi
3) Pretty Baby – Sassy 009
4) Your Name – Kedr Livanskiy
5) April – Kedr Livanskiy
6) Delta – Mount Kimbie
7) Heatwave – Amber Mark
8) Things That Matter (ft. Louise Foo & Sharin Foo – Tomas Barfod
9) Talisa (ft. Karen O) – Daniele Luppi + Parquet Courts
10) Pastoral Radio Hit – Radiator Hospital
11) Stamina – Coucou Chloe
12) The Garden – Carla Dal Forno

Viðtal: Jónbjörn í Pink Street Boys

Hljómsveitin Pink Street Boys sendu okkur upphafslagið af væntanlegri plötu á dögunum. Lagið heitir Blastoff og verður á plötunni Smells Like Boys sem kemur út hjá Tólf Tónum í haust. Í tilefni þess sendum við nokkrar tónlista tengdar spurningar á Jónbjörn Birgisson gítarleikara sveitarinnar.

 

Segðu okkur aðeins frá nýja laginu ykkar Blastoff?

Okkur langaði til þess að gera einfalt sprengjulag. Textinn er jafn heilalaus og lagið.

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?

Að hitta aðra tónlistamenn sem eru á svipaðri bylgjulengd.

En versta?
Að þurfa að heyra allt ruslið sem er í gangi í dag.

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir?
John Fogerty eða GG Allin

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu?
Nýja platan frá Sick Thougts

The Suaves
Child Molesters
Wet Ones

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd?
Uppáhalds soundtrackið mitt er úr myndinni Gummo. The Warriors í öðru sæti.

Hvað er besta tónlistarkvikmynd sem þú hefur séð?
Grand Theft Parsons, frekar slöpp mynd en geggjuð músík.

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni (og af hverju?)
’66 til ’76 þá varð allt virkilega hrátt. Menn voru að átta sig á distorition gíturum og það er enn smá country í rokkinu.

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu/ Spotify?
Flying Burrito Brothers – Sin City

The Stereo Shoestring – On the Road South

Fire – Flames (Fuzzaðasta lag sem samið hefur verið)

The Gizmos – Muff Divin’

The Tammys – Part of Growing Up

En plötur?
The Byrds – Sweetheart of the Rodeo
Sick Thoughts – Songs about people you hate
Electric Eels – Die Electric Eels

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)?

Andy California í Boston. Kolruglaður Boston rokkari sem ber enga virðingu fyrir gítarnum sínum. Henti honum út um allt og tók sóló með því að stappa á honum.
Skelkur í Bringu voru líka frábær en ég man ekki hvar. Örugglega niðrí bæ

Uppáhalds plötuumslag?
The Moonhearts – st (2010)

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?
Væri til í að þýða lag með Ómari Ragnarsyni, fá svo Link Wray til að tromma á meðan ég og Dick Dale gítar bötlum.

Uppáhalds plötubúð í heiminum?
Fór í Amoeba í San Fransisco í Janúar. Þeir áttu allt ALLT sem ég var að leita að.
Besta kaffið er samt í 12 Tónum.

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er, hver myndi það vera?
Treysti ekki upptökustjórum. Gera þetta bara sjálfur.

Hvaða plata fer á á rúntinum?
Bestof CCR. Ef hann er of rispaður þá bara góðan mix disk frá Axeli Gítarleikara.

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?
Fór í einhverja úthverfisbúllu plötubúð í Boston. Þar keypti ég mér Electric Eels, Hasil Adkins og Zero Boys. Keypti líka allt af Andy California.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?
Ekki neyðarlegt fyrir mig en það fékk maður flogakast útaf skjávarpashowinu okkar einusinni. Það var hresst.

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?
Get ekki farið út úr húsi nema að ég hlusti á Born To Lose með The Heartbreakers. Annað sem klikkar ekki er Moonhearts með lagið I Hate Myself  og ef ég er að fara niðrí bæ, sem gerist ekki oft, þá er það The Freeze – I Hate Tourists

Enn í eftirpartínu?
Klaus Weiss Rhythm & Sounds – Survivor á repeat þangað til að allir fara heim og ég get farið að sofa.

Uppáhalds tónlistarhátíð?
Engin

Eitthvað að lokum?
Já, Rock off!