Omar Souleyman, Thee Oh Sees og Angel Olsen á Húrra

Omar Souleyman, Thee Oh Sees og Angel Olsen munu öll koma fram á skemmtistaðnum Húrra helgina 1. – 2. júlí. Allir þessir tónlitarmenn voru bókaðir til að koma fram á tónlistarhátíðinni ATP sem fara átti fram þessa sömu helgi en var aflýst í síðustu viku eftir að fyrirtækið sem stóð að hátíðinni fór á hausinn. Miðasala á tónleika Omar Souleyman 1. júlí er hafin á tix.isEftir tónleikana munu Fm Belfast sjá um að dj-a. Tónleikar Thee Oh Sees og Angel Olsen fara fram laugardaginn 2. júlí en þar mun Anna Seregina sjá um gamanmál auk þess sem DJ Óli Dóri klárar kvöldið. Miðasala verður auglýst síðar á seinna kvöldið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *