27.8.2013 18:54

Nýtt lag frá Ojba Rasta

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta  vakti verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út í fyrra. Hljómsveitin sendi í dag út nýtt lag Einhvern veginn svona sem verður á nýrri plötu sem kemur út í október. Tónlistarmaðurinn Gnúsi Yones kemur fram ásamt hljómsveitinni í laginu. 


©Straum.is 2012