3.6.2014 20:51

Nýtt frá Caribou

Raftónlistarmaðurinn Dan Snaith sem gefur út tilraunakennda raftónlist undir nafninu  Caribou sendi í dag frá sér fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu verkefnisins að nafninu Our Love sem kemur út með haustinu. Lagið heitir Can’t Do Without You og fylgir á eftir hinni frábæru plötu Swim frá árinu 2010.  Lagið er ákaflega grípandi og á best heima á dansgólfinu.


©Straum.is 2012