Ný smáskífa með tUnE-yArDs

Fyrsta smáskífan af þriðju breiðskífu tUnE-yArDs hefur nú litið dagsins ljós og kallast lagið Water Fountain. Það er söngkonan Merrill Garbus sem fer fyrir verkefninu en hún tilkynnti öllum að óvörum fyrir tveimur vikum að breiðskífan Nikki Nack myndi koma út þann 6. maí næstkomandi. Í fréttamyndinni má sjá umslag plötunnar og hlustið á Water Fountain hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *