Bloc Party senda frá sér nýtt lag

Breska hljómsveitin Bloc Party sendi í dag frá sér lagið Day Four, sem verður á væntanlegri fjórðu plötu sveitarinnar – Four sem kemur út þann 20. ágúst næstkomandi. Bloc Party gaf síðast út plötuna Intimacy árið 2008. Í fyrra voru sögusagnir um að Kele Okereke, söngvari hljómsveitarinnar, hefði yfirgefið hana eftir að restin af hljómsveitarmeðlimum fóru í hljóðver án hans. Allt virðist þó vera fallið í ljúfa löð innan Bloc Party sem mun hefja tónleikaferðalag innan skamms. Hlustið á lagið Day Four hér fyrir neðan.