Bear Mountain

Elektró hljómsveitin Bear Mountain, frá Vancouver í Kanada, gefur út sína fyrstu plötu – XO þann 7. ágúst. Bear Mountain byrjaði sem sólóverkefni tónlistarmannsins Ian Bevis, sem fljótlega eftir útgáfu sinnar fyrstu ep plötu fékk vin sinn Kyle Statham til liðs við sig. Fyrsta smáskífan af XO heitir Two Step og er ótrúlega grípandi elektró lag með hressilegum sömplum. Hlustið á það hér fyrir neðan.