Menningarnótt 2018: Það helsta

Menningarnótt markar enda sumarsins í Reykjavík. Borgin fyllist af lífi og er hvert götuhorn notað fyrir stórkostlega viðburði. Það getur verið skemmtilegt að rölta um án þess að vera með sérstakt plan. Við í Straumi höfum oft gert það. Í ár kíktum við hins vegar á dagskrána svo að þú þyrftir þess ekki. Hér eru þeir tónleikar í dag sem vöktu helst athygli okkar:

– Halldór Eldjárn og fjöllistahópurinn CGFC standa fyrir 5 klst löngum gegnumgangandi gjörningi og innsetningu í Mengi á milli 13 og 18.00

– Í Portinu á bakvið Óðinsgötu 15 munu ROHT, Spaðabani, World Narcosis, Boiling Snakes, AAIIEENN, Pönkbandið Gott, xGADDAVÍRx og Hórmónar koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 13:30 og standa til klukkan 21:00.

– Efstu hæðar bílastæðahússins að Hverfisgötu 20 verður umbreytt. DJ Houskell mun þeyta skífum meðan á uppákomunni stendur en auk hans munu tónlistarfólkið GDRN og Sturla Atlas flytja lög í minni íslenskra einsöngslaga, en þeim til halds og trausts verða píanó leikararnir og tónskáldin Bjarni Frímann og Magnús Jóhann.

Toppurinn mun opna fyrir gestum og gangandi á slaginu 14:00 og þar munu tónarnir óma og andrúmsloftið víbra þar til klukkan 18:00.

– Mixmix Reykjavik efnir til tónleika í bakgarðinum hjá sér þar sem kriki og Kiriyama Family munu koma fram frá 15:00 – 17:30.

– Á Hagatorgi, stærsta hringtorgi landsins staðsett hjá Háskólabíó og Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur fara fram tónleikar með eftirfarandi listamönnum:

16:00 – Gígja Jónsdóttir, keep calm and… (gjörningur & hljóðverk)

16:20 – Umer Consumer

16:50 – asdfhg

17:20 – bagdad brothers

17:50 – Munstur

18:30 – Sykur

19:10 – Housekell

– KARNIVAL Á KLAPPARSTÍG. Dansmaraþonið hefst á slaginu kl. 16:00 með jógatíma sem Tómas Oddur frá Yoga Shala Reykjavík leiðir. Við hefjum jógatímann á dýpsta ohm-i Íslandssögunnar með hjálp Bartóna, karlakórs. Dansinn brýst síðan fram um kl. 17:00 og mun duna óslitið fram að flugeldasýningu kl. 23:00. Fram koma DJ Margeir og vinir.

– Á Ingólfstorgi frá 18:25-22:00 verður Hip Hop Hátíð Menningarnæturaldin í þriðja skiptið. JóiPé & Króli, Sura, Yung Nigo Drippin’, Huginn, ClubDub, Joey Christ, Sturla Atlas, Birnir og Flóni koma fram.

– Tónaflóð, árlegir menningarnæturtónleikar Rásar 2 hefjast á  Arnarhóli klukkan 20:00. Birnir og Flóni, Herra Hnetusmjör, Huginn, Bríet og GDRN hefja leika ásamt Jóa Pé og Króla. Þá mæta Prins Póló og Hjálmar, Írafár í kjölfarið og Todmobile slá svo botninn í kvöldið.

– Útgáfupartý raftónlistarmannsins Anda fer fram á skemmtistaðnum Húrra. Auk Anda munu Einmitt Kraftgalli og DJ DOMINATRICKS koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00.

– Beint eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt mun svo hljómsveitin Babies halda uppi stuði í Gamla bíó til klukkan 1:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *