20) Bound 2 – Kanye West
Sálarsöngvarinn Charlie Wilson á stórleik í laginu sem byggir á nokkrum sömplum þar á meðal laginu Bound með sálar grúppunni Ponderosa Twins Plus One frá árinu 1971. Línan Uh-huh, honey kemur frá söngkonunni Brenda Lee úr laginu Sweet Nothins og lét hún hafa eftir sér að það væri heiður að vera partur af því. Lagið sem er lokalagið á plötunni Yeezus er það lag á henni sem minnir helst á eldra efni West.
19) Was All Talk – Kurt Vile
Í Was All Talk leggur Kurt Vile letilegt kassagítarpopp yfir pumpandi trommuheilatakt í anda súrkálssveita á borð við Neu! Það ætti ekki að virka en gerir það samt. „Making music’s easy…just watch me“ syngur Vile og montar sig en stendur fyllilega undir því. Þetta kúl er fullkomlega áreynslulaust.
18) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
Dúet ársins fluttur af þeim Janelle Monáe og Miguel af plötu Monáe The Electric Lady. Þau setja sig í hlutverk elskenda á afar sannfærandi og smekklegan hátt og er myndbandið við lagið einstakt.
17) Get Lucky (ft. Pharrell Williams) – Daft Punk
Árið 2013 var ár hinna stóru endurkoma en engin þeirra kom með jafn miklum krafti og fyrsti smellur Daft Punk. Við heyrðum fyrst gítarriff Nile Rodgers í nokkurra sekúndna broti úr auglýsingu í SNL. Vélmennin sáldruðu síðan örlitlum brotum úr laginu út á næstu mánuðum og þegar það kom loks í allri sinni dýrð missti heimsbyggðin legvatnið í sameiningu. Dúnmjúkt diskóið með silkifalsettu Pharrel Williams tók yfir dansgólf heimsins með trompi og ómar þar enn.
16) Honey – Torres
Hið tilfinningaríka Honey var fyrsta smáskífan af samnefndri plötu tónlistarkonunnar Torres sem gefur sig alla í flutninginn sem smellpassar við hráan hljóminn.
15) Avant Gardener – Courtney Barnett
Í þessu lagi miðlar Courtny Barnett letilegum talsöng Lou Reed og Bob Dylan í slacker-legasta lagi ársins. Textinn er fyndinn og fullur af snjöllum orðaleikjum og hljómurinn í anda þess besta í 90’s indírokki.
14) You’re Not The One – Sky Ferreira
Eitt mest grípandi lag síðasta árs kom út þann 24. september nokkrum dögum eftir að söngkonan komst í heimspressuna eftir að hafa verið handtekin ásamt unnusta sínum með mikið magn heróíns. Ferreira hefur látið hafa eftir sér að lagið hefði verið samið og tekið upp undir miklum áhrifum frá plötunni Low með David Bowie.
13) Eden – Ben Khan
Eden er munúðarfullt R&B kyrfilega staðsett í limbói milli fortíðar og framtíðar en þó eins langt frá nútímanum og hægt er að vera. Þetta er kynþokki úr annarri vídd; stingandi gítar, bjagaðir synþar og grúv sem er kunnuglegt en framandi á sama tíma.
12) Dropla – Youth Lagoon
Svefnherbergis pródúserinn Trevor Powers sýndi strax á þessari fyrstu smáskífu Wondrous Bughouse að hann væri kominn út úr svefnherberginu inn í hljóðver með stærri hljóðheim sem nær hámarki í þessu frábæra lagi.
11) J.A.W.S – Luxury
Töfrandi, taktfast húslag með einkar viðeigandi raddsampli framleitt af vonarstjörnum danstónlistar í Bretlandi Disclosure bræðrum. Undurfagurt og seiðandi.