Japandroids viðtal

Kanadíska hljómsveitin Japandroids spilar á tónleikum á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst. Hljómsveitina skipa þeir Brian King gítar/söngur og David Prowse trommur/söngur. Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing  snemma árs 2009 og platan Celebration Rock fylgdi á eftir fyrr í sumar. Báðar hafa þær fengið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem tónleikar sveitarinnar þykja einstök upplifun. Við hringdum í Brian og spurðum hann út í tónleikaferðalög, nýju plötuna og hverju íslendingar mega eiga von á tónleikum sveitarinnar hér á landi. Hlustið á það hér fyrir neðan:

Viðtal við Brian King:

      1. Japandroids viðtal

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun hita upp fyrir Japandroids en þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu, Sculpture.  Það verður því boðið upp á tónleikaveislu á Gamla Gauknum þann 22. ágúst næstkomandi. Miðasala fer fram  hér: http://midi.is/tonleikar/1/7053/

Í næstu viku munum við gefa tvo miða á tónleikana í gegnum facebook síðu Straums, einföld spurning verður lögð fram og sá sem fyrstur er að svara henni mun vinna þessa tvo miða. Þar að auki verða tveir miðar gefnir í útvarpsþætti Straums á X-inu 977 næsta mánudagskvöld milli tíu og tólf. Fyrir neðan má svo sjá fyrsta myndbandið sem hljómsveitin sendir frá sér, er það við lagið House That Heaven Built og var gefið út í gær. Í myndbandinu er fylgst með hljómsveitinni  á tónleikaferðalagi í eina viku, þar sem þeir spila, fara í partí og gera alls kyns vitleysu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *