Kanadíska hljómsveitin Japandroids spilar á tónleikum á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst. Hljómsveitina skipa þeir Brian King gítar/söngur og David Prowse trommur/söngur. Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing snemma árs 2009 og platan Celebration Rock fylgdi á eftir fyrr í sumar. Báðar hafa þær fengið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem tónleikar sveitarinnar þykja einstök upplifun. Við hringdum í Brian og spurðum hann út í tónleikaferðalög, nýju plötuna og hverju íslendingar mega eiga von á tónleikum sveitarinnar hér á landi. Hlustið á það hér fyrir neðan:
Viðtal við Brian King:
Hljómsveitin Sudden Weather Change mun hita upp fyrir Japandroids en þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu, Sculpture. Það verður því boðið upp á tónleikaveislu á Gamla Gauknum þann 22. ágúst næstkomandi. Miðasala fer fram hér: http://midi.is/tonleikar/1/7053/