12.4.2016 18:30

Hlustunarpartý Boogie Trouble á Húrra

Hljómsveitin Boogie Trouble gaf á dögunum frá sér sína fyrstu breiðskífu, Í bænum, og mun af því tilefni blása til hlustunarveislu á Húrra í kvöld. Platan verður spiluð í heild sinni, unnt verður að næla sér í eintak á afsláttarverði og boðið verður upp á frítt öl. Veislan hefst klukkan 8 og er öllum opin og ókeypis. Hlustið á smáskífuna Diskósnjór hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012