15.6.2016 2:36

Fyrsta lagið af þriðju plötu Pascal Pinon

Reykvíska systra dúóið Pascal Pinon sendi í gær frá sér fyrsta lagið af væntanlegri þriðju plötu sveitarinnar Sundur sem kemur út seinna í sumar. Lagið heitir 53 og er í senn tregafullt, sumarlegt og einstaklega vel raddað.

Platan Sundur dregur nafn sitt af þeim tíma þegar systurnar Ásthildur og Jófríður Ákadætur bjuggu í fyrsta sinn í sitthvoru landinu.

 


©Straum.is 2012