19.10.2018 13:24

Fufanu gefa út The Dialogue Series

Reykvíska hljómsveitin Fufanu gáfu í dag út þriðju dialogue ep plötuna, en dialogue i kom út 29. júní og ii 24. ágúst. Með útgáfu hennar klárar hljómsveitin seríuna og platan The Dialogue Series lítur dagsins ljós. Bandið fer yfir víðan völl á plötunni og má greina áhrif  frá póst-pönki yfir í tekknó á henni en bandaríski upptökustjórinn Alap Momin vann hana með þeim.


©Straum.is 2012